Erasmus verkefni ferð til Pisa í febrúar 2025
07.03.2025
Dagana 17 til 22. febrúar fóru fjórir nemendur ásamt tveimur kennurum úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum til Pisa á Ítalíu í tengslum við Erasmus-verkefni skólans. Að þessu sinni var sjónum beint að öfgaviðburðum af völdum loftslagsbreytinga, áhrifum þeirra á samfélög og þeim aðgerðum sem gripið er til bæði til varnar og aðlögunar. Þess má geta að þessi ferð markaði lok fyrri hluta verkefnisins og hefst seinni hluti þess í lok marsmánaðar þessa árs.