
Lýsing: Nám í rafiðnaði hefst alltaf á undirbúningsbraut sem er grunnnám í rafiðngreinum og tekur fjórar annir. Eftir það velur þú sérnám. Grunnnám rafiðna býr nemendur undir fagnám í rafiðngreinum, t.d. rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun og rafveituvirkjun. Nám á grunndeild rafiðna er 120 eininga og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námstími er að jafnaði 2 og 1/2 ár. Námið er að þriðjungi almennar greinar og restin faggreinar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf með lágmarkseinkunn B í stærðfræði, íslensku og ensku.
Skipulag: Grunnnámi rafiðna er 120 eininga nám. Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, fagbóklegar greinar og verklegar greinar. Bóklegar greinar eru enska, stærðfræði, íslenska, lífsleikni, menningarlæsi, skyndihjálp og íþróttir.Fagbóklegar greinar eru rafmagnsfræði og rafeindatækni. Verklegar greinar eru stýritækni, tölvu- og nettækni, raflagnatækni og handverk rafiðna. Námið skiptist á fjórar annir og er miðað við að nemendur taki 30 einingar á önn. Í heildina er námið 120 einingar og þar af eru 37 einingar á 1. þrepi, 66 einingar á 2. þrepi og 5 einingar á 3. þrepi. Við það bætast valgreinar á fyrsta og öðru þrepi upp á 12 einingar. Þar geta nemendur valið um að tileinka sér frekara bóknám eða handverk í málmsmíði.
Námsmat: Námsmat fer fram með lokaprófum og símati en lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Það er stefna skólans að auka vægi leiðsagnarmats og símats þar sem því verður við komið.
Starfsnám: Nemandi í grunnnámi rafiðna má hefja starfsþjálfun í þeirri fagrein sem hann hefur kosið sér strax eftir 2. önn. Nemendur sem hyggja á nám i rafeindavirkjun þurfa að skila 24 vikum í starfsþjálfun. Það sama á við um nemendur á verknámsbraut rafvirkjunar. Nemendur sem fara samningsbraut í rafvirkjun, rafveituvirkjun eða rafvélavirkjun þurfa að semja um 48 vikna námssamning við meistara.
Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dagskóla og dreifnámi með staðlotum.
Hæfniviðmið: Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
- takast á við frekara nám í tæknigreinum.
- nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit og afla gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt.
- tjá sig í ræðu og riti og miðla upplýsingum á skapandi hátt.
- vinna að margvíslegum verkefnum með ólíkum miðlum ..
- taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis.
- vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi.
- vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl.
- sýna frumkvæði og skapandi hugsun og geta miðlað hæfni sinni á skapandi hátt.
- njóta lista, menningar og skapandi starfs á margvíslegu formi.
- meta gildi upplýsinga um umhverfi og náttúru og taka afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra.
- vera virkur og ábyrgur borgari í umhverfi sínu og náttúru.


Bundið áfangaval:

Skyldufög grunnnámsins eru 108 einingar og einnig þarf að taka 12 einingar í val. |
Grunnnám rafiðna - dreifnám
Haustið 2023 var í fyrsta skiptið í skólanum boðið upp á grunndeild rafiðna í dreifinámi (lotubundið nám). Framboð af slíku grunnnámi í rafiðnum hefur verið mjög takmarkað á Íslandi og var því um einstakt og spennandi tækifæri að ræða fyrir alla þá sem höfðu áhuga á að mennta sig á sviði rafiðnar en höfðu ekki tækifæri til að stunda hefðbundið nám í dagskóla. Nítján nemendur hófu nám og er það von okkar að geta boðið öðrum hópi nemenda upp á slíkt fyrirkomulag þegar þessi hópur hefur brautskrást.

Hér má finna frekari upplýsingar um námið og þá möguleika sem það býður upp á