Framhaldsskólabrú

Framhaldskólabrú

Námi á framhaldsskólabrú er ætlað að búa nemendur sem ekki hafa náð tilskyldum árangri á grunnskólaprófi undir nám á verk-, bók- eða listnámsbrautum skólans. Námið er að lágmarki 100 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með framhaldsskólaprófi. Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda á framhaldsskólabrú hefji nám á annarri námsbraut í framhaldi af eða samhliða námi á framhaldsskólabrú. Á brautinni er öflugt umsjónarkerfi, mikið samráð við forrsjáraðila og nemendur fá mikið aðhald og stuðning í námi.

 

Nánari upplýsingar á námskrá.is