Markmið skólans er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.
Sérstaða skólans er fólgin í fjölbreyttu námi, fjölbreyttu áfangaframboði og víðtækri þjónustu.
Komdu í nám til okkar
Innritun á vorönn 2025 er opin til 9. janúar á innritun.is.
Vorönn 2025
Gleðilegt nýtt ár.
Spennandi önn framundan sem hefst samkvæmt stundatöflu í fyrramálið.
Dagana 16.–23. nóvember 2024 fóru fjórir nemendur ásamt tveimur kennurum úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum til Sevilla á Spáni. Ferðin var hluti af Erasmus-verkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt framhaldsskólum í Sevilla á Spáni og Pisa á Ítalíu. Nú var komið að ferð til Spánar, en þema verkefnisins er „Vatn í tengslum við loftslagsbreytingar“ og í þessari heimsókn var fókusinn settur á orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Yfirumsjón með verkefninu fyrir hönd skólans hafa þær Tinna Hauksdóttir og Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir.