Inntökuskilyrði

Almenn inntökuskilyrði

  • Allir sem lokið hafa grunnskóla eða öðru jafngildu námi geta sótt um inngöngu í FÍV.
  • Nemendur innritast á braut eftir áhugasviði hvers og eins.
  • Það gilda ekki sömu reglur um innritun á allar brautir.
  • Til viðmiðunar við val á nemendum er stuðst við einkunnir úr grunnskóla,  sérstaklega í  stærðfræði, raungreinum, ensku og íslensku, einkunnir í öðru námi og mætingu og öðrum þáttum sem máli skipta.
  • Þeir sem ekki hafa fullgilda einkunn úr grunnskóla í kjarnagreinum taka þær greinar á 1. þrepi.

Viðmiðunartafla við innritun

Braut

Einkunnir úr grunnskóla í ensku, íslensku og stærðfræði

Framhaldskólabrú D
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina C
Grunnnám heilbrigðisgreina B
Grunnnám málm- og véltæknigreina C
Grunnnám rafiðna B í stærðfræði og C í ensku og íslensku
Húsasmíði B
Rafvirkjun Grunnnám rafiðna
Sjúkraliðabraut Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Stúdentsprófsbraut- allar línur B
Starfsbraut Einstaklingsnámskrá í grunnskóla, fötlunargreining
Vélstjórn B