Búið er að opna Innu.
-Nemendur eru beðnir að athuga sérstaklega vel hvort þeir eru með hæfilegan fjölda (f)eininga.
Fullt nám miðast við 30 (f)einingar á önn og því ættu nemendur sem ætla sér að vera í fullu námi að miða við þann (f)einingafjölda.
-Sumir nemendur hafa fengið of fáar einingar í stundatöflur sínar. Yfirleitt er skýringin sú að þeir áfangar sem nemandi valdi passa ekki saman í stundatöflu eða að nemandi hafi ekki valið nægilega marga varaáfanga. Einnig ef nemendur hafa sýnt slakan námsárangur/viðveru.
Nemendur sem þurfa að láta leiðrétta stundatöflur sínar þurfa að óska eftir töflubreytingu og athugið að aðeins er hægt að gera það í Innu.
Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar ef um nauðsynlegar breytingar er að ræða og í samræmi við brautarkröfur.
Til að nemandi geti verið í meira en fullu námi, þá þarf námsárangur og ástundun að vera til fyrirmyndar.
Það þýðir meðaleinkunn yfir átta.


