Nafn og aðild
- gr. Félagið er á ábyrgð skólans og endurspeglar ímynd hans útávið og ber að fylgja reglum skólans.
Tilgangur
- gr. Tilgangur félagsins er m.a. að:
- gæta hagsmuna nemenda gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti,
- virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum,
- Skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans,
- styðja við bakið á annarri félagsstarfsemi eftir föngum,
- vinna að góðri ímynd skólans á sem flestum sviðum.
Kjörstjórn og kosningar
- gr. Að vori óskar starfandi stjórn eftir nýjum meðlimum í þau embætti sem losna fyrir komandi haustönn. Séu margir um hverja stöðu skal kosið. Að öðrum kosti er sá sem býður sig fram sjálfkjörinn. Allir nemendur sem greiða félgsgjöld hafa atkvæðisrétt. Aðstoðarskólameistari og einn starfsmaður skólans eru í kjörstjórn og halda utan um kosninguna, sem er rafræn. Starfi kjörstjórnar lýkur á því að tilkynna úrslitin.
- gr. Formaður er höfuð nemendafélagsins og varaformaður starfar með honum að stjórn félagsins. Forfallist kjörinn formaður, hætti námi eða uppfylli ekki skilyrði skal varaformaður taka við embættinu. Við slíkar aðstæður skal leita að nýjum varaforseta eins fljótt og unnt er og kjósa ef margir bjóða sig fram. Forfallist formaður og varaformaður er það starf gjaldkera að gera upp og ganga frá bókhaldi annarinnar og kjörstjórn sér um að hefja leit að nýjum fulltrúum í embætti.
Stjórn NFFÍV er skipuð formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Meðstjórnendur eru fjölmiðlafulltrúi, íþróttafulltrúi og fulltrúi nýnema.
Nemendafélagið á fulltrúa í Skólanefnd og Skólaráði.
Skyldur og skilyrði formanns og varaformanns
- gr. Formaður og varaformaður skulu vera í fullu námi við skólann (25 f-einingar) allan kjörtímann og skráðir í nemendafélag skólans.
Formaður og varaformaður skulu:
- sjá um tengsl og samskipti við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og málefni tengd því sambandi,
- vera andlit skólans og bera völd sín með sóma,
- hvetja til þátttöku nemenda og nærsamfélags í því sem skólinn stendur fyrir,
- hafa umsjón með nemendafélagi og boða til vikulegra funda,
- heyra undir skólameistara (sbr. 1.gr.).
Vinnureglur
- gr. Bókhald er haldið af gjaldkera nemendafélagsins sem hann upplýsir aðra fulltrúa um á fundum. Fjármálastjóri skólans kemur að ákvörðunum um kaup á munum og skoðun reininga. Allar ákvarðanir varðandi fjármál nemendafélagsins skulu vera teknar á nemendafélagsfundum. Gjaldkeri félagsins ber ábyrgð á fjármálum þess og starfar við hlið formanns og varaformanns. Gjaldkeri hefur völd yfir fjármálum félagsins og eigum, svo sem inneign í banka, búnaði og öllum þeim munum sem eru í eigu þess. Nemendafélagið vinnur að fjárhagsáætlun í samræmi við verkefni hverrar annar. Bókhald nemendafélagsins er ávallt opið nemendafélagi en óski fulltrúar eftir nánari skýringum þá eru þær skýringar veittar á nemendafélagsfundum.
Fundir
- gr. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok apríl mánaðar ár hvert. Formaður skal boða aðalfundar með minnst tveggja sólahringa fyrirvara og telst hann þá löglegur. Starfsár/reikningsár félagsins er skólaárið. Á aðalfundi leggur formaður fram skýrslu félagins og gjaldkerinn leggur fram yfirlit bókhalds. Ef einhverjar tillögur eru um lagabreytingar skulu þær lagðar fram og svo er rými fyrir önnur mál.
- gr. Komi fram rökstudd tillaga um að breyta þessum lögum þarf að boða til fundar í nemendafélaginu og þar þurfa lögin að hljóta samþykki meirihluta félagsmanna. Allir nemendur sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.
- gr. Formanni nemendafélagsins ber skylda að boða til fundar í nemendafélaginu ef 10 nemendur eða fleiri óska eftir því með rökstuddri ástæðu. Dagskrá fundarins skal mótuð af erindi þeirra sem óska eftir honum. Slíkan fund skal boða með sama hætti og um aðalfund væri að ræða. Fundi af þessu tagi skal boða með nákvæmri dagskrá með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara.
Lög þessi voru endurskoðuð á aðalfundi í apríl 2023