Safnkostur og útlán


Safnkostur:

Á bókasafninu er aðallega að finna efni sem tengt er námsgreinum skólans eða snertir starfsemi hans á annan hátt.

Útlán:

  • Öll útlán eru endurgjaldslaus.
  • Útlánstími bóka er yfirleitt 4 vikur en kennslubækur eru ekki lánaðar út.
  • Tímarit eru einungis til aflestrar á safninu.
  • Öll útlán tölvuskáð

Millisafnalán: 

Ef bókasafnið á ekki það efni sem beðið er um er reynt að útvega það annars staðar frá.

Flokkunarkerfi :

Bækur eru flokkaðar eftir svokölluðu Dewey flokkunarkerfi. Dewey flokkunarkerfið er tugstafakerfi og spannar  tugina 000-999 ásamt undirflokkum. Dewey kerfið er notað í flest öllum bókasöfnum hérlendis og víða erlendis.  Aðalflokkar kerfisins eru eftirfarandi en nánari sundurgreiningu þess er að finna á safninu:

000 Rit almenns efnis
100 Heimspeki Sálarfræði
200 Trúarbrögð
300 Samfélagsmálefni Félagsvísindi
400 Tungumál
500 Raunvísindi Náttúrufræði
600 Tækni og hagnýtt vísindi
700 Listir Skemmtanir Íþróttir
800 Bókmenntir
900 Saga Landafræði Ævisögur

Flokkstalan er vélrituð á kjalmiða raðorði (fyrstu þrír stafirnir í nafni höfundar  eða titils)

Bókunum er svo raðað í hillu eftir flokkstölu, en innan hvers flokks eftir stafrófsröð raðorðanna.
Skáldsögur fá ekki flokkstölu. Þeim er raðað í stafrófsröð eftir nafni höfundar og athuga þarf vel að íslenskum höfundum er raðað eftir skírnarnafni en erlendum höfundum eftir eftirnafni. Raðorðið á hvíta miðanum á skáldsögum er: þrír fyrstu stafir í nafni höfundar og þrír fyrstu stafir í nafni bókarinnar.

Hafa þarf í huga að strikamiðinn aftan á hverri bók er alveg óháður efni bókarinnar. Hann er eingöngu til þess, að tölvan geti lesið um hvaða bók er að ræða.

Hver einasta bók í bókasafninu hefur sitt sérstaka strikanúmer, sem engin önnur bók er með.

 

Uppfært febrúar 2021