Leiðbeiningar um val í INNU

Leiðbeiningar um val í INNU

Námsval

Skólinn starfar eftir áfanga­kerfi. Námi í bók­legum og verk­legum greinum er skipt niður í áfanga. Áfangar gefa ein­ingar eftir því hve viðamiklir þeir eru. Námslok við skólann miðast við að nem­endi hafi lokið til­skildum áföngum og ein­inga­fjölda eins og til­greint er í braut­ar­lýs­ingum skóla­nám­skrár. Nem­andi ber ábyrgð á eigin náms­fram­vindu sam­kvæmt braut­ar­lýs­ingu.

Námsval nemenda takmarkast af eftirfarandi atriðum:

  • Skyldugreinum námsbrauta
  • Áföngum í boði
  • Undanfarareglum
  • Einkunn í undanfaraáfanga
  • Fjölda eininga

Aðalval nefnast þeir áfangar sem nem­andi kýs helst að stunda nám í á næstu önn. Stundum verður þó að breyta vali nem­anda til þess að hægt sé að setja saman stunda­töflu og eru þá áfangar úr vara­vali oft settir inn. Nem­andi hefur ekki rétt á að fá áfanga í stunda­töflu en ávallt er reynt að koma aðalvali nemanda þar fyrir. Nem­andi sem fallið hefur í áfanga/​áföngum eða sagt sig úr áfanga/​áföngum getur ekki vænst þess að fá að velja fleiri áfanga en hann stóðst á fyrri önn. 

Með vali staðfesta nem­endur í dag­skóla umsókn sína um áfram­hald­andi skóla­vist á næstu önn. Það er gert með því að staðfesta val í Innu. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur form­lega um skóla­vist. Mik­il­vægt er að nem­endur velji rétta áfanga miðað við nám­skipan viðkom­andi brauta. Nem­endur geta lag­fært valið í Innu og eru hvattir til að yfir­fara val sitt.

Að yfirfara val þýðir:

  • að áfanga­valið standist und­an­far­a­reglur
  • að nem­andinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að náms­fram­vinda hans verði hnökra­laus
  • að fjöldi val­inna ein­inga í aðalvali sé réttur og í sam­ræmi við skipulag brautar
  • und­an­tekn­ingar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess

Brautaskipti
Umsókn um brauta­skipti fer fram í Innu. Þeir nem­endur sem sækja um brauta­skipti þurfa ekki að velja áfanga. Brautarskipti þurfa að berast þegar val stendur yfir. Stjórnendur afgreiðir brauta­skipti og velja og staðfesta áfanga fyrir næstu önn. Athugið að ástundun, náms­fram­vinda og skóla­sókn hefur áhrif á samþykki um brauta­skipti.