Leiðbeiningar um val í INNU
Námsval
Skólinn starfar eftir áfangakerfi. Námi í bóklegum og verklegum greinum er skipt niður í áfanga. Áfangar gefa einingar eftir því hve viðamiklir þeir eru. Námslok við skólann miðast við að nemendi hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingum skólanámskrár. Nemandi ber ábyrgð á eigin námsframvindu samkvæmt brautarlýsingu.
Námsval nemenda takmarkast af eftirfarandi atriðum:
- Skyldugreinum námsbrauta
- Áföngum í boði
- Undanfarareglum
- Einkunn í undanfaraáfanga
- Fjölda eininga
Aðalval nefnast þeir áfangar sem nemandi kýs helst að stunda nám í á næstu önn. Stundum verður þó að breyta vali nemanda til þess að hægt sé að setja saman stundatöflu og eru þá áfangar úr varavali oft settir inn. Nemandi hefur ekki rétt á að fá áfanga í stundatöflu en ávallt er reynt að koma aðalvali nemanda þar fyrir. Nemandi sem fallið hefur í áfanga/áföngum eða sagt sig úr áfanga/áföngum getur ekki vænst þess að fá að velja fleiri áfanga en hann stóðst á fyrri önn.
Með vali staðfesta nemendur í dagskóla umsókn sína um áframhaldandi skólavist á næstu önn. Það er gert með því að staðfesta val í Innu. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist. Mikilvægt er að nemendur velji rétta áfanga miðað við námskipan viðkomandi brauta. Nemendur geta lagfært valið í Innu og eru hvattir til að yfirfara val sitt.
Að yfirfara val þýðir:
- að áfangavalið standist undanfarareglur
- að nemandinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að námsframvinda hans verði hnökralaus
- að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur og í samræmi við skipulag brautar
- undantekningar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess
Brautaskipti
Umsókn um brautaskipti fer fram í Innu. Þeir nemendur sem sækja um brautaskipti þurfa ekki að velja áfanga. Brautarskipti þurfa að berast þegar val stendur yfir. Stjórnendur afgreiðir brautaskipti og velja og staðfesta áfanga fyrir næstu önn. Athugið að ástundun, námsframvinda og skólasókn hefur áhrif á samþykki um brautaskipti.