Opin lína

Opinni línu á stúdentsbraut er ætlað að veita nemendum breiða almenna menntun og möguleika á að sníða námið að markmiðum sínum til áframhaldandi náms. Brautinni er ætlað að veita aðgang að námi á háskólastigi skv. aðgangsviðmiðum námsleiða sem háskólastigið hefur gefið út. Það er í höndum nemanda að halda vel utan um og skipuleggja nám sitt í samræmi við frekari námsáætlanir.

Brautin er 200 einingar sem skiptast í kjarna, sem er 112 einingar, og bundið áfangaval 45 einingar og frjálst val 43 einingar. Hafa þarf í huga að einingar á þriðja þrepi þurfa að vera að lágmarki 34 og samanlagður einingafjöldi á öðru og þriðja þrepi þarf að vera að lágmarki 134.

Hægt er að velja á milli sviða: 

  • Heilbrigðissvið
  • Íþróttasvið
  • Listasvið
  • Viðskiptasvið
  • Kjörnámssvið

 

Hægt er að sækja um með því að smella hér.