Heiðarleg vinnubrögð í námi
Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum byggjum við á heiðarleika og ábyrgð í námi. Með því að fylgja góðum vinnubrögðum tryggjum við réttlátt námsumhverfi þar sem allir fá tækifæri til að þroskast og læra á eigin forsendum.
Góð vinnubrögð í námi
✔ Skila eigin vinnu: öll verkefni sem þú skilar eiga að vera unnin af þér sjálfum. Ef þú vinnur í hóp berð þú ábyrgð á þínu framlagi.
✔ Leggja sig fram: hvort sem um er að ræða einstaklings-, para- eða hópverkefni, þá er mikilvægt að allir taki þátt og leggi sitt af mörkum.
✔ Vita hvernig á að vísa í heimildir: notast skal við reglur skólans um meðferð heimildi þegar vitnað er í verk annarra. Ef þú ert í vafa skaltu leita aðstoðar kennara.
✔ Virða reglur um verkefnaskil: skila verkefnum á réttum tíma og í því formi sem kennari hefur óskað eftir.
✔ Fylgja reglum í prófum: í prófum er mikilvægt að vinna sjálfstætt, forðast truflun og nota aðeins þau hjálpargögn sem leyfð eru.
Óheiðarleg vinnubrögð í námi
✘ Eigna sér hugverk annarra (ritstuldur): að afrita eða nota texta, hugmyndir eða verkefni annarra.
✘ Eigna sér vinnuframlag annarra: ef þú vinnur með hóp skaltu tryggja að þitt framlag sé raunverulegt.
✘ Svindla í prófum: hvorki má notast við óleyfileg hjálpargögn eða fá aðstoð frá öðrum við að leysa próf.
✘ Endurnýting verkefna: að skila sama verkefni í fleiri en einum áfanga án leyfis kennara.
✘ Að deila verkefnum með öðrum: hvorki má leyfa öðrum að afrita verkefni né vinna verkefni fyrir aðra.
✘ Að fá annan til að vinna verkefnið: hvort sem það er annar nemandi, foreldri, vinur eða efnið er tekið af netinu.
✘ Óviðeigandi athugasemdir: að skrifa og segja niðrandi eða óviðeigandi athugasemdir í verkefnum eða prófum.
Af hverju skiptir þetta máli?
Við hvetjum alla nemendur til að tileinka sér góð vinnubrögð og leita aðstoðar kennara ef þeir eru í vafa um t.d. heimildanotkun, notkun hjálpargagna eða verkefnaskil.
- Með því að stunda nám af heiðarleika styrkir þú sjálfstæði þitt og eflir færni sem nýtast mun þér í framtíðinni.
- Með því að vinna samkvæmt þessum viðmiðum byggir þú upp traust og virðingu gagnvart sjálfum þér í skólasamfélaginu.
- Reglur um heiðarleika eru einnig mikilvægar í áframhaldandi námi og á vinnumarkaði.