Stuðningsfulltrúi

Námið er ætlað að veita einstaklingum sem starfa við hlið og undir stjórn kennara starfstengda menntun.

Stuðningsfulltrúar starfa flestir í grunnskólum en einnig í framhaldsskólum og felast verkefni þeirra í að vera kennurum til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Starfið miðar að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Það felur í sér að aðstoða þá við virka þátttöku í skólastarfi, að ná markmiðum sem skólinn setur um námsframvindu, styrkja jákvæða hegðun og sjá til þess að þeir fylgi reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.

Stuðningsfulltrúar vinna oft eftir sérstakri áætlun sem kennari, sérkennari og/eða sálfræðingur hafa gert fyrir einstaka nemendur þar sem staða þeirra kemur fram og hvaða markmiðum er stefnt að hverju sinni.

Námið er góður undirbúningur fyrir þá nemendur framhaldsskóla sem stefna á kennaramenntun á háskólastigi. 

Nánar um uppbyggingu brautar.