Fjarnám

Hægt er að stunda nám í flestum áföngum sem kenndir eru við skólann í fjarnámi. Kennslan fer fram í kennsluumhverfi Innu þar sem hver áffangi er með sitt svæði, eins og kennslustofa í netheimum þar sem nemandi er í tengslum við kennara sinn og nemendur. 

Í FÍV er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsmat.  Almennt eru ekki stór lokapróf en nemendur sem mæta að öllu jöfnu ekki í staðbundin hlutapróf og verkefni þurfa að ljúka staðbundnu lokaprófi. Lokapróf eru í lok hverrar annar. Lokapróf á haustönn eru í desember, lokapróf á vorönn eru í maí. Hægt er að taka lokapróf í heimabyggð nemenda út um allan heim.