Samgöngustefna

Tilgangur

Með samgöngustefnu er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum að stuðlað að minni mengun og heilbrigðum lífsháttum í anda sjálfbærni og í samræmi við þátttöku skólans í verkefnunum Græn skref og Heilsueflandi framhaldsskóli. Skólinn sýnir með því gott fordæmi og eflir vitund starfsfólks og nemenda um umhverfisvænar samgöngur. 

Markmið

Markmið samgöngustefnu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er að stuðla að hagkvæmum, vistvænum og heilsusamlegum ferðamáta í anda sjálfbærni og í samræmi við þátttöku skólans í verkefnunum Græn skref og Heilsueflandi skóli. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og heilsufar starfsfólks og nemenda ásamt því að sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur. 

Samgöngustefna Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum