Námið er ætlað að veita leiðbeinendum sem starfa við hlið og undir stjórn leikskólakennara starfstengda menntun. Námið veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja.
Námsbraut fyrir leikskólaliða er skipulögð sem fimm anna nám. Á síðustu tveimur önnunum sækja nemendur starfsþjálfunaráfangar sem meðal annars fara fram í formi vinnustaðanáms. Námsbrautin samanstendur af 26 áföngum sem samtals eru 120 einingar.
Boðið er upp á námið í lotnubundnu dreifnámi sem sett er upp þannig að einn áfangi er tekinn fyrir í einu.
Nánar um uppbyggingu brautar