Iðnmeistaranám

Lýsing: Iðnmeistaranám er öflugt nám í stjórn­unar- og rekstr­ar­greinum sem miðar að því að gera nemendur hæfa til að reka fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 42/1978 og vera færa um að sjá um leiðsögn og kennslu iðnnema í eigin iðngrein. Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3. gr. laganna, hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein sem meistarabréf hans tekur til.

Skipulag: Námið samanstendur af 38 einingum en þess utan þurfa sumar iðngreinar að taka fleiri  fagtengdar einingar, sjá hér fyrir neðan. Námið er á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun og er kennt í lotubundnu dreifnámi og skipulagt þannig að möguleiki er að taka það með vinnu.

Inntökuskilyrði: Til að innritast á brautina þarf nemandi að hafa staðist sveinspróf í einhverri af eftirfarandi iðngreinum: bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, bókbandi, flugvirkjun, grafískri miðlun, gull -og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsgagnabólstrun, húsgagnasmíði, kjólasaum, klæðskurði, ljósmyndun, málaraiðn, netagerð, prentun, skósmíði, skrúðgarðyrkju, snyrtifræði, söðlasmíði, tannsmíði, úrsmíði, veggfóðrun og dúkalögn, matreiðslu, kjötiðn, framreiðslu, bakaraiðn

Námsmat: Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsáætlun áfanga.

Námsframvinda: Til að standast námsmat í áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Hæfniviðmið: Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • stofna og reka fyrirtæki í íslensku atvinnulífi í samræmi við lög og reglur.
  • nýta fjölþjóðasamstarf og fjölþjóðlega viðskiptasamninga í rekstri í samræmi við þær reglur sem gilda á EES svæðinu.
  • sjá um starfsmannahald, skipuleggja framleiðslu og framkvæmdir.
  • Sjá um að jafnréttisáætlun sé virk og geta metið árangur hennar.
  • tileinka sér og nýta þær rannsóknir og nýjungar sem tilheyra rekstri í greininni.
  • beita útreikningum og sölufræðum við innkaup á vörum til rekstursins.
  • færa bókhald, greina það og nýta upplýsingar úr því á gagnlegan hátt.
  • vinna með þau gæðaviðmið sem lögboðin eru í greininni.
  • vinna að vöruþróun og þróun á þjónustu í síbreytilegu rekstrarumhverfi.
  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni í rekstri.
  • fylgja eftir markaðáætlun fyrirtækja, mæla árangur, meta stöðu og setja ný markmið.
  • sjá um að stefna um viðskiptasiðferði sé virk og geta metið árangur hennar.
  • skipuleggja þjálfun starfsfólks í sinni iðngrein. Annast skiplagningu náms og þjálfun nemenda í greininni eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda og þeim námskröfum sem gerðar eru hverju sinni.
  • meta námsþarfir nemenda og starfsfólks og velja réttar og viðeigandi aðferðir við leiðsögn. Geti gert heilstæða námsáætlun fyrir nemanda með tilliti til vinnustaðanáms/starfsþjálfunar og samkvæmt þeim viðmiðum sem koma fram í Aðalnámskrá.
  • skipuleggja og halda utan um fjármál fyrirtækis.
  • túlka og greina ársskýrslur og meta stöðu fyrirtækja út frá þeim.
  • reikna tilboð, gera samninga, gera tilboðs- og sölugreiningar ásamt framleiðslu-, sölu- og markaðsáætlanir.
  • gera markaðsgreiningu og kynningaáætlun ásamt því að vinna að áætlun í viðskiptasiðferði fyrir fyrirtækið.
  • nýta verkfæri verkefnastjórnunar við skipulag og úrlausn verkefna.
  • vöruþróun og þróun þjónustu.
  • stjórna framleiðslu- og framkvæmdum.
  • gera greiningu og skipulag öryggis- og umhverfismála, gera skipulag vinnustaða og stjórnunar- og framleiðsluferla með tilliti til reksturs.
  • beita skapandi hugsun við úrlausnir verkefna til að mæta breyttum aðstæðum í síbreytilegu rekstrarumhverfi.
  • gera jafnréttisáætlun fyrir fyrirtækið
 

Fagtengd efni fyrir húsasmiði, pípara, blikksmiði og múrsmiði sem bætist við: 

  • Efnisfræði og burðarþol MEFB4MS03 (3 einingar)
  • Mælitækni og mælitæki  MMÆL4MS03 (3 einingar)
  • Sértæk lög og reglugerðir MLÖG4MS02 (2 einingar)

Fagtengd efni fyrir vélvirkja, stálsmiði og rennismiði

  • Val í faggrein (8 einingar)

Fagtengd efni fyrir rafvirkja og rafeindavirkja

  • Kennt hjá Rafmennt, nánari upplýsingar hjá þeim (30 einingar)

 

Til að hefja iðnmeistaranám þurfa nem­endur að hafa lokið sveins­prófi í lög­gildri iðngrein.