Vinnureglur

Eftirfarandi vinnureglur gilda um samskipti innan skólans og út á við í samskiptum við forráðamenn nemenda og aðra skóla hérlendis og erlendis.

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans:

  • sýna hvert öðru virðingu í öllum samskiptum og koma fram hvert við annað af tillitssemi, hvort sem um er að ræða rafræn eða önnur samskipti,
  • virða það nám og starf sem unnið er í skólanum, vinna verk sín af heilindum og stuðla að því að aðrir geri slíkt hið sama,
  • leggja áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnrýna hugsun og málefnalegan rökstuðning,
  • gæta þess að vera málefnaleg og sanngjörn í umsögnum,
  • mismuna ekki hvert öðru, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, efnahags eða skoðana,
  • leggja sig fram við að skila kennslustofu í lok tíma, snyrtilegri, með sömu uppstillingu borða og var áður og með hreinni töflu,
  • eru virkir í starfi og þróun skólans og vinna saman að því að bæta starf hans,
  • gæta virðingar og almennrar kurteisi í samskiptum við ytri aðila. Starfsfólk og nemendur skólans hafa hugfast að þeir eru fulltrúar skólans í ytri samskiptum,
  • hafa hagsmuni skólans, nemenda og starfsfólks að leiðarljósi í samskiptum við utanaðkomandi aðila.

Nemendur skólans:

  • eiga að vera búnir að útvega sér námsbækur/gögn innan viku eftir að skóli hefst. Ef misbrestur er á því fara umsjónarkennarar í málið (hafa samband heim),
  • eiga ávallt að koma með kennslubækur/gögn og geri sig tilbúna til náms í upphafi hvers tíma, Það er,; að finna til bækur og annað sem nota skal, slökkva á síma og tölvu nema kennari leyfi annað,
  • neyta ekki matar eða drykkja í kennslustundum nema með leyfi kennara.
  • ganga frá eftir sig þegar þeir yfirgefa rýmið.

Starfsfólk skólans:

  •  ber að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og gæta trúnaðar við nemendur og forráðamenn,
  •  hefur upplýsingaskyldu gagnvart forráðamönnum ólögráða nemenda. Þeim ber að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur er um brot á 16. og/eða 17. gr. Laga nr. 80 frá 2002,
  • skal virða ákvörðunarrétt forsjárforeldra/forráðamanna ólögráða nemenda og hafa ekki samband við sérfræðinga utan skólans um málefni nemanda nema slíkt sé óhjákvæmilegt til að tryggja velferð og rétt barnsins,
  • ber að hafa samvinnu við forráðamenn eftir þörfum og gæta þess að upplýsingar sem þeir veita forráðamönnum séu áreiðanlegar og réttar,
  • kennarar fylgja siðareglum Kennarasambands Íslands,
  • kennarar skila einkunn, umsögn  eða annarri endurgjöf verkefna og prófa eins fljótt og kostur er,
  • kennarar leyfa nemendum að fara 10 mínútum fyrir tímaskipti, sem ekki liggja að frímínútum eða hádegishléi, þegar þeir eru að fara í eða úr íþróttatíma í Íþróttahúsinu.
Uppfært október 2021