Múrari býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Múrari þekkir öll helstu efni sem notuð eru við múrverk úti og inni. Múrari getur skipulagt vinnu við jarðvegsfyllingar í mannvirkjagrunnum, lagt steypustyrktarjárn og bendinet í steinsteypuvirki, annast blöndun og niðurlagningu steinsteypu, hlaðið úr steini og veggjaeiningum, múrhúðað utan og innanhúss, lagt flísar innanhúss og utan, lagt mat á, valið efni og gert við múr- og steypuskemmdir, leiðbeint húseigendum um val og á efni til nýbygginga og viðhalds. Múraraiðn er löggilt iðngrein.
Starfsþjálfun á vinnustað er mikilvægur hluti náms og miðar að því að búa nemendur undir að standast kröfur greinarinnar. Starfsþjálfun á vinnustað fer fram hjá fyrirtæki/iðnmeistara og miðast við samkvæmt hæfnikröfur ferilbókar. Almennt er miðað við að nemendur hafi lokið starfsþjálfun áður en lokaönn hefst.
Nánari upplýsingar á námskrá.is