Boðið er uppá þjónustu skólahjúkrunarfræðings í skólanum samkvæmt samningi milli heilsugæslu og framhaldsskóla.
Þjónustan er kostuð af tímabundnu fjármagni til heilbrigðisstofnana til að auka geðheilbrigðisþjónustu við framhaldsskólanema.
Þjónustan er hugsuð sem viðbót við stuðningsþjónustu sem nú þegar er til boða í skólunum.
Guðrún María er með viðtalsherbergi á 3. hæð fyrir framan bókasafnið alla mánudaga frá kl.8-12
Skólahjúkrunarfræðingur:
-
Veitir viðtöl og ráðleggingar um heilbrigði og líðan
-
Leiðbeinir hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu og veitir ráðgjöf varðandi heilbrigðisþjónustu sem er í boði
-
Einstaklingsfræðsla um næringu, svefn, kynheilbrigði og hreyfingu.
-
Metur veikindi og meiðsli
Ekki hika við að kíkja við - allar spurningar eiga rétt á sér!