Fréttir

Stofnun ársins 2024

Lið FÍV í úrslitakeppni Greindu betur

Lið FÍV tryggði sér sæti í úrslitum og mun keppa um sigurinn í Greindu betur. Lið FÍV skipa Jason Stefánsson og Egill Oddgeir Stefánsson.  Til hamingju með árangurinn og gangi ykkur sem allra best í úrslitakeppninni. 

Jöfnunarstyrkur

Skólinn lokaður frá kl.15:00 í dag og fram að hádegi á morgun.

Vegna veðurviðaranna þá verður skólinn lokaður frá kl.15:00 í dag og fram að hádegi á morgun. Kennsla hefst kl.13:00 6.febrúar.

Erasmus heimsókn til Sevilla í nóvember 2024

Dagana 16.–23. nóvember 2024 fóru fjórir nemendur ásamt tveimur kennurum úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum til Sevilla á Spáni. Ferðin var hluti af Erasmus-verkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt framhaldsskólum í Sevilla á Spáni og Pisa á Ítalíu. Nú var komið að ferð til Spánar, en þema verkefnisins er „Vatn í tengslum við loftslagsbreytingar“ og í þessari heimsókn var fókusinn settur á orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Yfirumsjón með verkefninu fyrir hönd skólans hafa þær Tinna Hauksdóttir og Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir. Með því að smella á myndina má finna hlekk á grein sem birtist í Tígli

FÍV í Gettu betur í kvöld

Lið FÍV mætir liði Borgarholtsskóla í Gettu betur í kvöld á RÚV2 og ruv.is.

Vorönn 2025

Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn. Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu.

Haustútskrift 2024

Útskrift

Fimmtudaginn 19. desember klukkan 14:00 er útskrift frá FÍV. Æfing fyrir útskriftina er miðvikudaginn 18. desember kl. 12:00.

Prófsýning og námsmatsviðtöl

Miðvikudaginn 18. desember milli kukkan 12:00-13:00 gefst nemendum tækifæri til að skoða prófúrlausnir sínar og námsmat.