Heimsókn í Brúarfoss

Nemendur í vélstjórn, sem stefna á útskrift á þessu ári, fóru í heimsókn í fraktskipið Brúarfoss sem flutningafélagið Eimskip á. Skipið er það stærsta og aflmesta í íslenska flotanum. Skipið er 180 metra langt og er með aðalvél sem skilar 23.000 hestöflum. Vélin er á stærð við þriggja hæða hús og því mikil upplifun fyrir nemendurnar á sjá slíka vél. Nemendurnir leituðu styrkja hjá þeim fyrirtækjum sem þeir vinna hjá og styrktu Skipalyftan og Þór sína menn til ferðarinnar. FÍV og nemendur vilja þakka Eimskip fyrir að taka á móti okkur og sýna skipið og einnig Skipalyftunni og Þór fyrir sinn styrk. Þessum frábæra degi verður seint gleymt.