Heimsókn í uppsjávarskipið Sigurð

Nemendur í vélstjórn fóru í skoðunarferð um borð í uppsjávarskipið Sigurð Ve. Þar tók Sigurður Sveinsson vélstjóri á móti hópnum. Vélarúmið var skoðað og útskýrði Sigurður hinn ýmsa vélbúnað fyrir strákunum. Skólinn þakkar Sigurði fyrir að taka á móti hópnum og sýna þeim skipið. Það er nauðsynlegt fyrir nemana að fá að sjá hlutina sem þeir læra um í raunveruleikanum og eiga þar af leiðandi auðveldara með tengja námsefnið við raunveruleikann.