Fyrirlestur Kristjáns Hafþórssonar

Í dag heimsótti Kristján Hafþórsson, sem heldur úti hlaðvarpinu Jákastið, nemendur FÍV og hélt fyrirlesturinn ,,Þú ert frábær” sem er í fyrirlestrarröðinni Peppandi. Fyrirlesturinn fjallaði um jákvæðni, hugrekki og valdeflingu. Nemendur skemmtu sér konunglega.

Við þökkum Kristjáni kærlega fyrir komuna og fyrir frábæran peppandi fyrirlestur.