Fréttir

Innritun á vorönn 2018

Innritun fyrir vorönn 2018 er frá 1.-30. nóvember 2017. Skráið ykkur á Menntagatt.is

Fimmvörðuháls

Útskrift

Prófsýning og útskrift

Prófsýning verður föstudaginn 19. maí kl. 13:00. Útskrift laugardaginn 20. maí kl. 11:00. Allir velkomnir

Innritun á haustönn er hafin

Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða mun standa yfir 1. til 28. febrúar. Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) hefst mánudaginn 6. mars og lýkur mánudaginn 10. apríl. Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí. Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 9. júní.

Vorönn 2017

Kennsla á vorönn hefst skv. stundatöflu föstudaginn 6. janúar. Á morgun geta nemendur sem greitt hafa innritunargjöld nálgast stundatöflurnar sínar á Innu.

Útskrift haustannar 2016

Þann 17. desember útskrifuðust 22 nemendur frá skólanum, þar af 2 sjúkraliðar. Glæsilegur hópur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Dimmisjón

Útskriftarefnin slá ekki slöku við. Lokaverkefnin í gær og dimmesjón í dag. Þau skemmtu samnemendum á sal skólans og sýndu frábært myndband sem þau höfðu gert. Að því loknu buðu þau kennurum og starfsfólki upp á veitingar.

Kynning á lokaverkefnum

Nemendur voru með kynningar á lokaverkefnunum sínum áðan. þeir gerðu það með miklum sóma og eru verkefnin einstaklega áhugaverð, vel framsett og skemmtileg. Þið getið verið virkilega stolt af ykkar verkum.

Olíuverkefni

27 nemendur skólans taka þátt í alþjóðlegu Olíuvekefni í dag