Fréttir

Stundatöflur og töflubreytingar

Útskrift vorannar 2018

Laugardaginn 19. maí útskrifuðust 42. nemendur frá FÍV og hafa aldrei fleiri útskrifast frá skólanum í einu. Dúx var Agnes Stefánsdóttir og semidúx Bríet Stefánsdóttir. Óskum við þessum glæsilega hóp til hamingju með áfangann.

Starfakynning

Starfakynning verður haldin í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2 þriðjudaginn 24. apríl frá 10:00-15:00

Árshátíð nemenda

Árshátíð nemenda verður haldin fimmtudaginn 22. mars. Veislustjórar verða Auddi og Steindi. Einsi kaldi sér um matinn. Auddi, Steind, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar sjá um ballið og dj. Sælleddu hitar upp mannskapinn. Húsið opnar 18.30

Útskrift haustannar 2017

Laugardaginn 16. desember útskrifuðust 13. nemendur frá FÍV. Dúx var Bergþóra Ólöf Björgvinsdóttir og semidúx Þórey Lúðvíksdóttir. Óskum við þessum glæsilega hóp til hamingju með áfangann.

Innritun á vorönn 2018

Innritun fyrir vorönn 2018 er frá 1.-30. nóvember 2017. Skráið ykkur á Menntagatt.is

Fimmvörðuháls

Útskrift

Prófsýning og útskrift

Prófsýning verður föstudaginn 19. maí kl. 13:00. Útskrift laugardaginn 20. maí kl. 11:00. Allir velkomnir

Innritun á haustönn er hafin

Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða mun standa yfir 1. til 28. febrúar. Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) hefst mánudaginn 6. mars og lýkur mánudaginn 10. apríl. Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí. Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 9. júní.