Við í FÍV viljum hvetja nemendur að mæta í skólann og sinna náminu eins vel og þið hafið gert hingað til.
Við viljum biðja ykkur um að mæta ekki í skólann með einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar á næstunni. Ef nemendur finna til flensueinkenna þá hvetjum við ykkur til að vera heima og skrá forföll í Innu.
Ef þú ert að koma frá útlöndum og ert í vafa um hvort rétt væri að fara í sóttkví viljum við hvetja þig til þess að hringja í símanúmerið 1700 og fá ráðgjöf um það áður en þú mætir í skólann. Þá er mjög mikilvægt að allir hugi vel að hreinlæti og fylgi ráðleggingum þar um.
Við förum eftir því sem okkur er ráðlagt og fylgjumst vel með upplýsingum yfirvalda og birtum fréttir á heimasíðunni um leið og staðan breytist.
Nemendur eru líka hvattir til að fylgjast vel með í Innu og þannig ætti námið að geta haldið áfram þrátt fyrir veikindi. Ef það eru einhverjar spurningar þá er velkomið að senda tölvupóst til skólameistara helgak@fiv.is.
Handspritt er aðgengilegt um allan skólann.
Einnig má lesa sér til á vef landlæknis og þar eru líka sérstakar leiðbeiningar til barna og ungmenna. Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert.
Baráttan við COVID-19 er verkefni þar sem við verðum að standa saman og sýna ábyrgð. Um leið erum við að tryggja að þau sem eru veik fyrir í samfélaginu séu vernduð eins og kostur er. Sýnum samfélagslega ábyrgð og gerum okkar besta.
Við munum gera okkar besta til að sinna nemendum sem eru í sóttkví eða veikir heima. Eigi slíkt við um ykkur bið ég ykkur að senda tölvupóst til skólameistara helgak@fiv.is. Ingibjörg Jónsdóttir (ingibjorg@fiv.is) mun síðan útfæra aðstoðina í samráði við kennara skólans. Mikilvægt er að muna að þarna þurfa allir að leggja sig fram. Nemendur sem sinna ekki námi meðan þeir eru heima geta ekki vænst þess að námið gangi sinn vanagang.
Fari svo að loka þurfi skólanum vegna smithættu munum við færa námið í fjarnám eftir því sem kostur er. Það skal þó ítrekað að alls ekki er víst að til þess komi að skólanum verði lokað. Við munum ljúka þessari önn hvernig sem fer og skora ég á nemendur að gefast ekki upp þó á móti blási. Skólinn mun gera sitt ítrasta til að koma til móts við þarfir ykkar. Eins og fram kemur hér að ofan er lykilatriði að nemendur leggi sig fram. Ef námi er ekki sinnt þá verður árangurinn í samræmi við það. Mikilvægt er fyrir foreldra að fylgjast vel með námi og að verkefnum sé skilað. Aðhald kennara verður alltaf minna ef allt nám færist í fjarnám.
Að lokum skiptir máli að muna að alls ekki er víst að til lokunar komi. Það er einnig mjög mikilvægt að halda ró sinni og vinna jafnt og þétt að þeim markmiðum sem þið, kæru nemendur, hafið sett ykkur fyrir önnina.
Students with influenza symptoms are encouraged to stay at home and report an absence in INNA or by email to the office (skrifstofa@fiv.is ). If you need any more information please contact the principal, Helga Kristín (helgak@fiv.is).
Information from the Directorate of Health can be found at https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/
Students are encouraged to follow instructions but the World Health Organization has published measures on how to be protective against the coronavirus. Click here for further information.
The struggle with COVID-19 is a task where we must stand together and show responsibility. At the same time, we are ensuring that those who are weak in society are protected as far as possible. Show social responsibility and do your best.
We should have in mind what our president Guðni Th. J’ohannesson said recently: “Stay calm and do not let fear take over.”