Útskrift Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum verður laugardaginn 23. maí og hefst athöfnin klukkan 11:00. Athöfnin verður haldin í Íþróttamiðstöðinni stóra salnum sem verður skipt upp þannig að hægt sé að fylgja öllum viðmiðunum.
Verðandi útskriftarefni eru 30 og er dagskrá skipulögð eins hefðbundin og kostur er. Hver og einn útskriftarnemi getur tekið með sér tvo gesti og þeir sem eiga “flóknar” fjölskyldur eru hvattir til að hafa samband við skólameistara ef fjölga þarf gestum. Athöfninni verður streymt frá Facebook síðu skólans.
Skólameistari