Nemendur í íslensku fengu góða heimsókn í kennslustund um miðjan marsmánuð þegar að Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur kom til okkar á Teams og leyfði okkur að skyggnast inn í líf sitt sem höfundar. Eins og alþjóð veit er Yrsa einn af okkar þekktustu og vinsælustu höfundum og nýtur mikillar hylli í útlöndum. Yrsa hefur skrifað átján glæpa- og spennusögur sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Það sem hefur hins vegar ekki farið eins hátt er að hún hefur einnig skrifað sex barnabækur sem einnig njóta vinsælda
Hér er slóð á grein sem birtist í Tígli 07.04.2023