Græn skref

Í mars árið 2021 varð Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum aðili að Grænum skrefum sem er stýrt af Umhverfisstofnun. Allar ríkisstofnanir eiga ná 5 skrefum fyrir árslok 2021. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst ríkisstofnunum að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með Grænum skrefum fá stofnanir tækifæri á að innleiða markvisst umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti.

Aðgerðum Grænna skrefa ná yfir helstu umhverfisþætti í starfsumhverfi hverrar stofnunar og er þeim skipt í 7 flokka. Í skrefum 1-4 snúa aðgerðir að öllum þessum flokkum á meðan fimmta skrefið snýr meira að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vinnur einnig að því að fá umhverfisstaðalinn ISO-14001 og lýkur þeirri vinnu í byrjun næsta árs.   

Helstu markmið Grænna skrefa er að:

  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi skólans
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna og nemenda
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði – vistvæn innkaup
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar – Umhverfis- og loftslagsstefnan - Aðgerðaráætlun
  • Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar – Gæðahandbók skólans.

Til að geta fylgt eftir markmiðunum er notast við Grænt bókhald. Með Grænu bókhaldi er hægt að skoða magn losunar og árangur skólans í samanburði við aðrar stofnanir. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum notar Græna bókhaldið til að skoða hvort sé verið að fylgja aðgerðaáætlun eftir varðandi umhverfismengun. Losunarstuðlar eru innbyggðir í Græna bókhaldið og nær til þeirra þátta sem hafa mikil umhverfisáhrif í daglegum rekstri:

  • Orkunotkun
  • Úrgangur
  • Samgöngur
  • Matarsóun
  • Pappírsnotkun
  • Efnanotkun

 

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur lokið við fyrstu 4 skrefin og stefnir að því að ljúka við 5.skrefið í desember 2021.