Fundur með forráðamönnum nýnema við skólann

Boðað er til fundar með forráðamönnum nýnema við skólann, fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 17:00-18:00.

Fundarefni:
Nám í framhaldsskóla.
Hvernig nálgumst við upplýsingar um nám einstaka nemendur, hver er staðan og hvernig gengur námið.
Skólareglur.
Þjónusta sem nemendum stendur til boða, vinnustofur nemenda.
Námsmat og hvað eina sem brennur á ykkur.

Ekki er ætlast til að nemendur komi með, en auðvitað er þeim það velkomið.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur gott samstarf um menntun ungmennanna okkar.