Niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2023 var tilkynnt á hátíð Sameykis í gær. Titilinn Stofnun ársins hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnun byggir á. Við erum stolt að segja frá því að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var í fyrsta sæti í sínum flokki og hlaut nafnbótina Stofnun ársins, auk þess að fékk skólinn nafnbótina Fyrirmyndastofnun.
Í könnuninni er starfsfólk spurt út í níu þætti í þeirra starfsumhverfi, þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju, stolt og jafnrétti.
Við erum afar stolt af því að hljóta fyrsta sæti annað árið í röð. Með samvinnu, liðsheild, jákvæðni, seiglu, árangursdrifni og dugnaði hefur starfsfólk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum gert skólann okkar að þeirri fyrirmyndarstofnun sem hún. Þakklæti og stolt er okkur efst í huga. Framtíðin hefst hjá okkur.