Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2021 (fæddir 2005 eða síðar) hefst 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið. Sjá nánar á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Innritun fer fram í tvennu lagi. Forinnritun fer fram dagana 8. mars – 13. apríl og velja nemendur þá einn skóla og annan til vara. Lokainnritun verður síðan frá 6. maí – 10. júní en þá liggja fyrir skólaeinkunnir nemenda. Nemendum gefst tækifæri til að endurskoða umsóknir sínar til miðnættis miðvikudaginn 10. júní.
Svör við umsóknum verða send rafrænt á nemendur og forráðamenn þeirra á þau netföng sem gefin eru upp í umsókninni. Einnig sjá nemendur á menntagátt hvaða skóli samþykkti umsókn þeirra. Miðstöð um menntun og skólaþjónsutu áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 22. júní.