Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tekur þátt í Erasmus verkefninu WATER, sem er skammstöfun fyrir Water As The Elemental resource for earth‘s Resilience.
Tveir aðrir skólar taka þátt í verkefninu, IES Severo Ochoa sem er staðsettur í Seville á Spáni og IIS Santoni Pisa staðsettur í Pisa á Ítalíu. Eftir langt undirbúningstímabil hefst verkefnavinna formlega í næstu viku hérna í Vestmannaeyjum, þegar átta nemendur og sex kennarar frá Spáni og Ítalíu mæta til verka í FÍV.
Verkefnið snýst um að skoða orsök og afleiðingar hnattrænar loftlagsbreytingar og hlýnunar jarðar. Nemendur munu m.a. fræðast um og rannsaka áhrif á umhverfið, mismunandi áhrif á mismunandi samfélög og aðrar áskoranir sem stendur frammi fyrir heimssamfélaginu. En þess má geta að sérstök áhersla verður lögð á að rannsaka hlutverk vatns í þessu samhengi og eru verkefnafélagarnir spenntir að koma til Vestmannaeyja. Hérna fá þau að fræðast og skoða m.a. hvernig við höfum nýtt jarðhitann eftir eldgos til að hita vatnið okkar, hvernig við nýtum varmann úr sjónum með Varmadælunni og auðvitað, breytum sjó í vatn.