Í lok október mánaðar fór fram rökræðuverkefni í einum af ensku áföngum skólans.. Markmið verkefnisins var að þjálfa nemendur í að finna og nota upplýsingar til að styðja málflutning sinn og setja fram hugmyndir sínar á skýran og sannfærandi hátt. Með þátttöku í rökræðum læra nemendur einnig að skilja og virða ólík sjónarmið, þar sem þeir þurftu stundum að færa rök fyrir máli sem þeir sjálfir voru ekki endilega sammála. Verkefni sem þessi efla nemendur, þeir öðlast dýpri innsýn í mikilvægi þess að greina röksemdir frá mismunandi sjónarhornum, sem skiptir miklu máli í umræðum um flókin mál eins og loftslagsbreytingar og aðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta verkefni tengist jafnframt Erasmus-verkefni skólans, enda hefur orðið vitundarvakningu um loftslagsbreytingar í skólanum.