Áríðandi tilkynning

 

 

  • Búið er að raða upp borðum í kennslustofum þannig að 1 metra reglan er virt. Það er búið að skipta skólanum í hólf og nemendur mega ekki fara á milli hólfa.

 

  • Við notum tvo innganga, þegar kennslustundir eru í stofum 6,7,8 og 9 á að nota innganginn hinum megin við húsið annars er notaður aðalinngangurinn.

 

  • Í stundatöflunni er tiltekið stofunúmer og ef það er F1-F10 þá er fjarnám og þá á ekki að mæta upp í skóla.

 

  • Allir nemendur þurfa að mæta með hlaðnar fartölvur í skólann við notum rafræn kennslukerfi og hugbúnaðinn eruð þið með frá skólanum. Þeir sem eru nýir hafa fengið lykilorð í sms í símann sem þeir hafa skráð í Innu aðrir nota sömu lykilorð og á síðustu önn.

 

  • Þið farið ekki úr útiskóm og yfirhöfnum eins og verið hefur. Allir eru nú inni á útiskónum og með yfirhafnir hjá sér í skólastofunni (getið sett þær á stólbakið).

 

  • Þegar þið komið í skólann er mjög mikilvægt að koma ekki inn í hópum, þið sprittið ykkur og farið beint að stofunni sem þið eigið að vera í hverju sinni. Inni í stofunni er sótthreinsiefni og bréf sem þið getið notað til að sótthreinsa borðin ykkar. Einnig er þar spritt og nemendur fá allir spritt í litlum brúsum sem þeir geta notað.

 

  • Þeir sem koma inn fyrst fara í öftustu sætin og þeir sem koma seinna í næst öftustu röð og þannig koll af kolli.

 

  • Í verklegum greinum þar sem nándin getur verið innan við 1 metri nota bæði nemendur og kennarar maska. Sameiginleg áhöld í verklegum greinum þarf að sótthreinsa fyrir og eftir notkun og nota hanska.  

 

  • Samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum, mega nemendur ekki vera á göngunum . sem eru einungis notaðir til að fara á milli stofa, meðan að þetta ástand varir. Þegar nemendur eru í eyðum í stundaskrá eða fjarnámi þá verða þeir að yfirgefa skólahúsnæðið. Þeir sem hafa ekki aðstöðu til að læra heima geta fengið aðstöðu í skólanum en þurfa að senda tölvupóst til skólameistara helgak@fiv.is.

 

Stundatöflur eru opnar í Innu og frestur til töflubreytinga rennur út á morgun laugardag.

Þeir nemendur sem eru í sóttkví, einangrun eða bíða eftir niðurstöðu sýnatöku, hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift og þeir sem eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein - eða vöðvaverki og þreytu) mega ekki koma inn í skólahúsnæðið.