Lið FÍV í úrslitakeppni Greindu betur

Lið FÍV tryggði sér sæti í úrslitakeppni Greindu betur

Greindu betur er liðakeppni í upplýsingalæsi og skilning á tölfræðiupplýsingum á vegum Hagstofu Íslands. Keppendur vinna saman í 2–3 manna liðum við að svara 30 krossaspurningum sem meta skilning á tölfræðiupplýsingum. Bestu liðin fá þátttökurétt í úrslitakeppnina þar sem keppendur útbúa glærukynningu á rannsókn sem unnin er út frá gögnum Hagstofunnar. Sigurlið Greindu betur er síðan boðið að taka þátt í Evrópukeppninni.

Lið FÍV skipa Jason Stefánsson og Egill Oddgeir Stefánsson. 

Til hamingju með árangurinn og gangi ykkur sem allra best í úrslitakeppninni.