VÖRS1VB04 - Viðhaldsstjórnun, gæðakerfi og öryggisstjórnun
Nemendur öðlast þekkingu og skilning á gildi gæðakerfa og færni við að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað, setja upp einfalt gæðakerfi á grunni viðhaldsstjórnunar, og setja upp verkþáttarit auk þess að setja upp skipulagt ferli sem ákvarðar tímalengd verkefnis (cpm). Nemendur tileinka sér kröfur alþjóðasamþykkta um öryggisstjórnunarkerfi að því er lýtur að starfsskipulagi í vélarúmi skipa. Þeir kynnast grundvallaratriðum viðhaldsstjórnunar, þ.e. gæða- og viðhaldskerfa og öryggisstjórnunarkerfa. Ennfremur öðlast þeir haldgóða þekkingu í viðhaldsstjórnun, gæðastjórnun og öryggisstjórnunarkerfum og læra að setja upp gæðahandbók og gera viðhaldsáætlanir vegna gæðaeftirlits og fyrirbyggjandi viðhalds
Slóð á áfanga í námskrá