Lýsing
Í áfanganum læra nemendur um múrhúðun og múrkerfi veggja utanhúss bæði með og án einangrunar. Gerð er grein fyrir undirbúningi steinflata, uppbyggingu mismunandi múrhúða og múrkerfa, notkunarsviðum þeirra og algengustu gerðum yfirmúrs. Fjallað er um eins, tveggja og þriggja laga múrhúð og þunnhúð með áherslu á áhöld, tæki og vinnuaðferðir. Nemendur fá þjálfun í að rappa, múrfylla, afrétta og pússa slétthúð með hefðbundnum hætti auk þess að læra um aðrar gerðir yfirmúrs eins og hraunun, steiningu, perlupússningu og yfirborðslitun. Varðandi múrkerfin er lögð áhersla á að kynna þau fjöldaframleiddu múrkerfi sem eru á markaði hér á landi, einangrunarefni, festingar, net og múrblöndur. Lögð er áhersla á frágang á hornum, köntum og vatnsbrettum. Kennsla í áfanganum er bæði bókleg og verkleg og byggist á gögnum frá kennara, sýnikennslu og fjölþættum einstaklingsverkefnum. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna nemendum um notkunarmöguleika og lagningu náttúrusteins s.s. marmara, gabbrós, grágrýtis og fleiri steintegunda. Nemendur læra um mismunandi bergtegundir, uppruna þeirra, eiginleika, vinnslu og notkun. Fjallað er um undirbúning á flötum, deilingu á fleti, útsetningu, sögun, lagningu, fúgun og eftirmeðhöndlun. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og nemendur fá þjálfun í að undirbúa, leggja og ganga frá algengustu gerðum náttúrusteins. Í áfanganum læra nemendur að útsetja gólf og tröppur fyrir ílögn, undirbúa og hreinsa fleti, afrétta og leggja í með mismunandi efnum, s.s. hefðbundnum ílögnum, sjálfútleggjandi og anhydrit ílögnum, terrassó¿ og epoxy¿gólfefnum. Fjallað er um grunnatriði gólfaílagna bæði innanhúss og utan, áhöld, tæki, efni og aðferðir. Lögð er áhersla á ílögn í gólf með vatnshalla, frágang í kringum niðurföll, terrassólögn, slípun hennar og póleringu. Jafnframt læra nemendur um slípun á grunnsteypu, tæki og aðferðir. Kennsla í áfanganum er bæði bókleg og verkleg og nemendur vinna fjölþætt verkefni þar sem komið er inn á flesta grunnþætti gólfaílagna.
Slóð á áfanga í námskrá