VINÁ2ME03 - Mentorverkefnið vinátta
Mentorverkefnið Vinátta byggir á þeirri hugmyndafræði að samskipti barns og mentors séu jákvætt innlegg í líf barnsins því mentorinn verði barninu fyrirmynd og veiti því stuðning. Tengslin sem myndast milli mentors og barns geti því bætt við möguleika barnsins við mótun sjálfsmyndar sem komi fram m.a. í meiri námsáhuga og árangri auk aukinnar lífsleikni. Þessi tengsl skapar mentorinn fyrst og fremst með því að skipuleggja uppbyggjandi og skemmtilegar samverustundir í samráði við barnið og foreldra þess. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hver annars. Í mentorverkefninu Vináttu eru gerðar kröfur til nemenda um að þeir setji sér skýr markmið, sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og séu skapandi í hugsun. Nemendur (mentorar) verja a.m.t. þremur til fjórum stundum á viku með grunnskólabarni á önn. Nemandinn skilar greinagerð í lok annar þar sem samvistir (tímafjöldi) mentors og barns eru skráðar sem og mat mentors á því hvernig verkefnið til tókst.