VGRT2CR03 - Verktækni grunnnáms rafiðngreina III

Lýsing

Verktækni grunnnáms rafiðngreina III

Einingafjöldi : 3

Þrep : 2

Nemendur læra að beita rásahermiforritum til að teikna og prófa einfaldar rafeindarásir. Nemendur gera jafnframt allar mælingar í slíkum forritum, smíða rás á prentplötu og setja rásirnar saman. Síðan staðfesta þeir virkni rásarinnar. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • virkni rásahermiforrita.
  • virkni helstu íhluta.
  • hvernig prentrásir eru ætaðar.
  • forritum til að teikna prentrásir.
  • forritum til að teikna rafeindarásir.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með og prófa rásir í rásahermum.
  • snúa skematískum teikningum yfir á prent.
  • mæla og prófa rásir bæði í rásahermi og raunrás.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • teikna rafeindarás í rásahermi.
  • láta rásina virka í rásahermi.
  • mæla spennur, strauma og viðnám í rásahermi.
  • hanna prent út frá rásateikningu.
  • smíða rás með ætingu.
  • prófa og staðfesta virkni í raunrás.