VGRT2BR03 - Verktækni grunnnáms rafiðngreina II

Lýsing

Verktækni grunnnáms rafiðngreina II

Einingafjöldi : 3

Þrep : 2

Nemendur beita þekkingu sinni til að smíða rafeindarásir með að minnsta kosti 10 íhlutum. Nemendur smíða einfalda prentplötu og einfalt box eða kassa úr áli, blikki eða plexigleri. Nemendur lesa teikningu frá kennara og læra um hlutverk íhluta og virkni. Þeir smíða rásir, beita mælitækjum til að kanna virkni rása og átti sig á hvaða afleiðingar það hefur ef einstaka íhlutir bila. Með mælingum og aðstoð kennara gera þeir einfalda bilanaleit. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sambandi milli straums, spennu og viðnáms.
  • breytingum sem verða á spennu ef viðnám breytist.
  • efnissamsetningu lóðtins.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lóða íhluti á prentplötu.
  • Ohm mæla íhluti í rás með tilliti til annara íhluta.
  • spennumæla virkar rásir.
  • reikna strauma út frá viðnámi og spennu.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • teikna rafeindarás á blað.
  • reikna afltöku rásarinnar.
  • reikna strauma út frá mælingum á spennum og viðnámum.
  • skilja virkni rásarinnar.