VGRT1GN04 - Verktækni grunnnáms byggingagreina

Lýsing

Verktækni grunnnáms byggingagreina

Einingafjöldi : 4

Þrep : 1

Nemendur kynnast viðfangsefnum og fagsviði húsasmiða, húsgagnasmiða, málara, múrara, pípulagningamanna og dúklagningamanna og veggfóðrara með hagnýtum verkefnum. Lögð er áhersla á notkun hand- og rafmagnshandverkfæra og eftir atvikum algengustu véla og búnaðar, umhirðu þeirra, notkunarsvið og öryggismál. Nemendur læra jafnframt að vinna skipulega eftir leiðbeiningum og teikningum, gera einfalda efnis- og aðgerðalista og halda vinnuumhverfi hreinu og öruggu. Áfanginn er að mestu verklegur og byggist kennslan á fjölbreyttum verkefnum og styttri kynningum þar sem nemandinn tileinkar sér rétt vinnubrögð og gæðavitund. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • starfssviði einstakra fagstétta innan bygginga- og mannvirkjagrein.
  • sérstöðu og skörun verkþátta milli einstakra faggreina.
  • algengustu faghugtökum sem notuð eru innan hverrar fagstéttar.
  • mikilvægi fagmennsku og góðs handverks innan atvinnugreinarinnar.
  • algengustu handverkfærum og tækhum sem notuð eru innan hverrar fagstéttar.
  • algengustu handmælitækjum og rissverkfærum í atvinnugreininni.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með algengustu handverkfæri og tæki.
  • gera einfalda efnis- og aðgerðalista eftir teikningum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • beita markvissum verkundirbúningi og haldið góðu skipulagi á verkstað.
  • fylgja öryggisleiðbeiningum fyrir einstök áhöld og tæki.
  • velja heppileg verkfæri með hliðsjón af verkefni hverju sinni.
  • halda vinnustað hreinum og gengið frá áhöldum og tækjum eftir notkun.