VGRT1GN04 - Verktækni grunnnáms byggingagreina
Nemendur kynnast viðfangsefnum og fagsviði húsasmiða, húsgagnasmiða, málara, múrara, pípulagningamanna og dúklagningamanna og veggfóðrara með hagnýtum verkefnum. Lögð er áhersla á notkun hand- og rafmagnshandverkfæra og eftir atvikum algengustu véla og búnaðar, umhirðu þeirra, notkunarsvið og öryggismál. Nemendur læra jafnframt að vinna skipulega eftir leiðbeiningum og teikningum, gera einfalda efnis- og aðgerðalista og halda vinnuumhverfi hreinu og öruggu. Áfanginn er að mestu verklegur og byggist kennslan á fjölbreyttum verkefnum og styttri kynningum þar sem nemandinn tileinkar sér rétt vinnubrögð og gæðavitund.
Slóð á áfanga í námskrá