VÉLS3EV04 - Vélstjórn 5 - Lokaáfangi
Nemendur fá heildaryfirsýn yfir skipulag vélarúms, m.a. vélastaðsetningar og lagnafyrirkomulag. Þeir öðlast með hjálp fjölbreyttra gagna djúpa þekkingu á uppbyggingu einstakra vélarhluta og hlutverki þeirra. Stefnt er að því að nemendur geti metið ástand vélarhluta með mælingum og slitmörk út frá gögnum framleiðenda og öðrum upplýsingum. Í áfanganum er fjallað um ræsiloft og loft fyrir vinnuvélar og stýritæki, einstaka þætti loftkerfa, afgaskerfi, skólp- og sorakerfi, sjókerfi og ferskvatnskerfi til almennra nota. Fjallað er um legur, þ.m.t. hvítmálmslegur, uppbyggingu og gerð þeirra og notkunarsvið ásamt því að fjalla um krafta í bulluvélum, um sveiflumyndun í vélum og vélakerfum, um eigin tíðni véla, um gerð og hlutverk dempara og eftirlit með þeim, um byggingu meðalhraðgengra og hraðgengra dísilvéla og ýmis rekstraratriði varðandi svartolíubrennslu og gangtruflanir. Í verklegum þætti áfangans er áhersla lögð á keyrslu vélarúms ásamt ritmyndatöku og viðbrögð við gangtruflunum þjálfuð í vélarúmshermi. Fjallað er um skilvindur, viðhald þeirra og rekstur, þrýstivökvakerfi og vökvagíra, svo og Pt-eldsneytiskerfi og afgasvaka. Nemendur gera áætlun um viðgerðir og leggja mat á ástand búnaðarins að viðgerð lokinni.
Slóð á áfanga í námskrá