VÉLF1VA05 - Vélfræði 1

Lýsing

Nemendur öðlast fræðilega og hagnýta grunnþekkingu í vélfræði. Fjallað er um mismunandi form orku, afls og orkunýtingu. Lögmál varmafræðinnar um óforgengileika orkunnar eru kynnt ásamt SI-mælieiningakerfinu. Fjallað er um eldsneytisnotkun bulluvéla og orkuforða og um nýtni bulluvéla, pV-línurit og pt-línurit og samhengi þrýstings og hitastigs. Meðalþrýstingur (pmi) fundinn í pV-línuriti með lóðlínuaðferð, framleitt afl dísilvéla reiknað. Nemendur kynnast aflmælingum véla og reikna nýtni þeirra. 

Slóð á áfanga í námskrá