UTMV3MR04 - Útveggjaklæðningar

Lýsing

Í áfanganum eru tekin fyrir grunnatriði í byggingaeðlisfræði s.s. kröfur til bygginga, innri og ytri kraftar, burðarvirki og mismunandi álag. Í tengslum við það er fjallað um ýmsa almenna þætti hita, hljóð, og rakaeinangrunar og brunatæknilegar útfærslur á byggingum. Því næst læra nemendur um loftræst og óloftræst klæðningakerfi fyrir náttúrustein og keramikflísar á veggi og þök utanhúss. Fjallað er um uppbyggingu slíkra kerfa, klæðningarefni, festingar og upphengingu með áherslu á frágang á fúgum, köntum og aðliggjandi byggingarhlutum. Kennslan er að mestu bókleg þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu kerfanna, klæðningu, sýnikennslu, smærri verkefni og heimsóknir. 

Slóð á áfanga í námskrá