Lýsing
Netöryggi
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Starfsbrautaráfangi
Í áfanganum fá nemendur kynningu á notkunarmöguleikum tölvunnar og fræðast um örugga netnotkun og óskrifaðar og skrifaðar reglur á samskiptavefjum og bloggsvæðum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Að tölvur eru stór hluti af lífi okkar
- Mikilvægi þess að fylgja ákveðnum umgengisreglum við tölvunotkun
- Mikilvægi þess að vanda tölvusamskipti eins og önnur samskipti
- Því að það er ekki allt satt og rétt sem sett er á veraldarvefinn
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Að greina á milli þess hversu áreiðanlegar upplýsingar eru á netinu
- Að nýta sér netið á öruggan og ánægjulegan hátt
- Vinna með texta sem hann hefur lesið og/eða hlustað á
- Nota samskiptavefi á borð við facebook á sem öruggastan hátt
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram á síðum eins og SAFT og öðrum síðum sem kenna örugga netnotkun
- Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin tölvulæsi
- Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
- Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
- Þekkja muninn á því sem er raunverulegt og óraunverulegt
- Lesa í leik-og samskiptareglur