UPPT1GR04 - Upplýsingatækni - námið og skólinn
Lýsing
Upplýsingatækni - námið og skólinn
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Í áfanganum vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpun og ímyndunarafl. Þeir læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Í framsetningarforritum búa þeir til glærukynningu um sig sjálfa og kynna fyrir hópnum. Í ritvinnslu vinna þeir með texta af ýmsum toga og móta hann. Þeir setja upp ritgerðir með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum ritvinnslu og frágangi verkefna
- upplýsingaöflun á netmiðlum
- heilbrigðum tómstundum í tölvunni
- óskrifuðum reglum siðfræðinnar á samskiptasíðum netmiðla
- helstu aðferðum við að setja upp aðgengilegan texta, myndir og kynningar af ýmsu tagi
- mikilvægi þess að fylgja ákveðnum umgengisreglum við tölvunotkun
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna verkefni í ritvinnslu
- búa til möppur og vista rétt
- kynna verkefni í ýmsum forritum
- nota tölvupóst
- nýta leitarsíður og afla upplýsinga á netinu
- nýta hin ýmsu leikjaforrit á netinu
- umgangast samskiptasíður á heilbrigðan hátt
- vera meðvitaður um þær hættur sem kunna að skapast á samskiptasíðum við fólk sem maður þekkir ekki
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér tölvuþekkingu til gagns og ánægju í lífinu
Slóð á áfanga í námská