UPPT1GR05 - Upplýsingatækni - námið og skólinn
Lýsing
Upplýsingatækni - námið og skólinn
Einingafjöldi : 5
Þrep : 1
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Sýni ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og rafrænum skilum á verkefnum. Í áfanganum læra nemendur að nota töflureikni til sam¬skipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Farið er í fjármálalæsi og meðferð tölulegra gagna, grunnatriði í forritun og uppsetningu á vefsíðu. Einnig er farið í samþættingu töflureiknis og ritvinnslu. Uppsetning á ferilskrá – nemendur útbúa sína eigin ferilskrá. Blindskrift á lyklaborð tölvunnar og grunnatriði í forritun. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- umhverfi og möguleikum töflureiknis við meðferð tölulegra gagna
- valkostum í fjármálum og viðhorfum til þeirra
- blindskrift á lyklaborð tölvunnar
- vefsíðugerð og vefhönnun
- höfundarétti og notkun heimilda
- siðfræði og siðferð Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði)
- grunnatriðum í forritun
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að nota blindskrift á lyklaborð tölvunnar
- meðferð tölulegra gagna og framsetningu á þeim
- greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða og gera áætlanir fram í tímann
- öruggum netsamskiptum
- grunnatriðum í forritun
- sjálfstæðum vinnubrögðum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt
- nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta
- greina valkosti í fjármálum og gera áætlanir fram í tímann
- nota blindskrift á lyklaborð tölvu
- setja upp vefsíðu
- stunda örugg netsamskipti og sýni þar gott siðferði
- kunna grunnatriði í forritun