UPPT1GR04 - Upplýsingatækni - grunnur

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Í áfanganum vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpun og ímyndunarafl. Þeir læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Í framsetningarforritum búa þeir til glærukynningu um sig sjálfa og kynna fyrir hópnum. Í ritvinnslu vinna þeir með texta af ýmsum toga og móta hann. Þeir setja upp ritgerðir með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar. 

Slóð á áfanga í námská