TNTÆ2CR04 - Tölvu- og nettækni - rökrásir 2
Lýsing
Tölvu- og nettækni – rökrásir 2
Einingafjöldi : 4
Þrep : 2
Í áfanganum læra nemendur um samrásir: Vippur (Flip-Flop), teljara (Counters), hliðrunarregistur, minnisrásir ásamt örtölvum. Virkni lása og vippna er krufin svo og samstilltir og ósamstilltir teljarar. Nemendur þjálfast í bilanaleit í rökrásastýringum með notkun mælitæka "púlsgrafa, sveiflusjá, AVO" til að geta rakið bilanir í rökrásakerfum. Nemendur nota smátölvur t.d Arduino til forritunar ásamt því kynnast helstu nýjungum í tölvutækni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- vippum, teljurum, hliðrunarregisterum.
- minnum og örtölvum.
- notkun mælitækja við bilanaleit.
- mismun á TTL og CMOS rásum.
- smátölvum og notagildi þeirra.
- notkun á forritun til stýringa.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- teikna og setja upp einfalda teljararás.
- bilanagreina rökrásir með sveiflusjá, púlsgreiningu og AVO mælingum.
- forrita smátölvu til einfaldra verka og tengja við hana íhluti eða samrásir.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera við einfaldar rökrásir.
- beita mælitækjum til bilanagreininga.
- setja upp einfaldar teljararásir.
- bilanagreina einfaldar rökrásir og teljara.
- ná í, breyta eða skrifa kóða fyrir smátölvu t.d Arduino.