TNTÆ2BR04 - Tölvu- og nettækni - rökrásir
Lýsing
Tölvu- og nettækni - rökrásir
Einingafjöldi : 4
Þrep : 2
Í áfanganum þjálfast nemendur í notkun sannleikstaflna. Læra að nota bólska algebru og Karnaugh-kort til þess að hanna og einfalda rökrásir. Þeir kynnast samrásum og virkni þeirra sbr.: samlagningarrás (Adder), samanburðarrás (Comparator), línufækkari/fjölgari (Mux/Demux), kóðabreytir (Decoder), línuveljari (Encoder). Hermiforrit eru notuð við prófun rása. Lögð er áhersla á að nemendur geti hannað rásir annað hvort fyrir prentplötu eða á brauðbretti, komið fyrir íhlutum og prófað, einnig að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d í skynjararásum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- notkun bólskrar algebru og Karnaugh-korta til einföldunar á rökrásum.
- virkni helstu samrása.
- aðferðum og tækni við að forrita örgjörva.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota bólska algebru og Karnaug-kort til að einfalda rökrásir.
- tengja samrásir í hermiforritum og brauðbrettum til að prófa.
- smíða/tengja, prentrásir/brauðbretti fyrir samrásir eða smátölvur.
- forrita litla örgjörva/smátölvur.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita mælitækjum við að prófa samrásir.
- beita tölvuhermiforritum til prófunar á rökrásum og samrásum.
- hanna rásir fyrir prentrásir eða brauðbretti.
- forrita örgjörva/smátölvu eftir ákveðinni forskrift.