TEIK3CB05 - Teikningar og verklýsingar III - Múraraiðn

Lýsing

Teikningar og verkýsingar III - Múraraiðn

Einingafjöldi : 5

Þrep : 3

Í áfanganum læra nemendur teikningalestur og teikningu loftræstra útveggjaklæðninga með náttúrusteini og keramikflísum auk stigateikningar. Jafnframt er fjallað um byggingar og mannvirki úr forsteyptum einingum. Eins og áður er lögð áhersla á hönnunarforsendur í reglugerðum og stöðlum, verklýsingar með tilliti til efniskrafna og aðferða, fagheiti, teiknitákn m.m. Nemendur kynnast notkun tölvutækni við lestur og miðlun uppdrátta og annarra hönnunargagna. Kennslan byggir á verkefnavinnu ásamt fræðslu og upplýsingum frá kennara. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • tæknilegum útfærslum forsteyptra bygginga‐ og mannvirkja.
  • algengustu teikniforritum á tölvu og notkun þeirra við gerð og miðlun uppdrátta.
  • ákvæðum reglugerðar um útveggi, klæðningar og einangrun.
  • helstu gerðum og útfærslum forsteyptra húseininga.
  • reglum sem gilda um útfærslur mismunandi stigagerða.
  • stöðluðum málum á steinveggjum, klæðningagrindum og einangrun.
  • stigum, útveggjaklæðningum og forsteyptum húseiningum.
  • ákvæðum byggingareglugerðar um stiga og stigahús.
  • reglum um blaðstærðir, mælikvarða og teikniáhöld.
  • teikniaðferðum og teiknireglum fyrir stiga og loftræstar klæðningar.
  • gerðum uppdrátta og teikninga og öllum almennum teiknitáknum.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • styðjast við Rb‐blöð í upplýsingaleit og við gerð teikninga.
  • átta sig á tæknilegum útfærslum vegna loftunar og einangrunar og annarra hönnunargagna.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • lesa og vinna með teikningar af stigum, útveggjaklæðningum, byggingum og mannvirkjum úr forsteyptum einingum.
  • lesa og skilja merkingar og verklýsingar á teikningum.
  • gera efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli uppdrátta.
  • geta teiknað steinsteypta stiga, útveggjaklæðningar og forsteypta mannvirkjahluta.
  • gera vinnu‐ og deiliteikningar af steyptum stigum og útveggjaklæðningum.